Spæjaraleikur

Markmið

efla góð og gefandi samskipti.
auka samkennd og getu til að sjá það jákvæða í fari annarra.

Svona gerir þú

Tveir nemendur eru valdir úr hópnum. Annar leikur spæjara og hinn einhvern sem hefur týnt vini sínum.

Sá sem hefur týnt vini sínum velur einn úr nemendahópnum sem sinn vin og lýsir honum fyrir lögreglumanninum en aðeins með jákvæðum orðum, þar sem um góðan vin er að ræða.

Spæjarinn hefur þrjú tækifæri til að reyna að finna út hver vinurinn er. Ef illa gengur má hann kalla fleiri lögreglumenn til aðstoðar úr hópnum.

Flækjuleikur

Markmið

Auka einbeitingu, athygli, hlustun, eftirtekt og hópefli.

Gögn

Tveir bandhnyklar í ljósum og dökkum lit.

Svona gerir þú

Þáttakendur dreifa sér um skólastofuna. Sá sem byrjar heldur á hnykli í ljósum lit. Hann segir bekknum frá framtíðaróskum sínum, heldur í endann og hendir síðan hnyklinum til einhvers annars nemanda. Sá endurtekur leikinn og þannig gengur hnykillinn frá einum nemanda til annars þar til allir halda í bandið. Þá tekur kennarinn dökka bandhnykilinn og segir frá einhverju sem hann er þakklátur fyrir og nemendur láta hann ganga koll af kolli líkt og með ljósa nema nú mega nemendur ekki sleppa ljósa. Leiknum lýkur þegar allir hafa sagt frá einhverju sem þeir eru þakklátir fyrir.

Lýsingarorð við nafnorð

Markmið

Efla gagnrýna hugsun og orðaforða.
Búa til jákvæð samskipti og ánægju.

Gögn

Miðar til að skrifa á lýsingarorð og nafnorð í sitthvorum lit.

eða þá að kennari kemur með bunka sem hann hefur útbúið.

Svona gerir þú

Setja nemendur í hópa ca. 4-6 í hóp. Spilarar setja niður „lýsingarorða“ spil sem þeir telja best passa við græna „nafnorða“ spjaldið sem dómarinn leggur fram í hverri umferð. Dómari velur skemmtilegasta samanburðinn fyrir hverja umferð.

Lykil atriði: Einföld, skapandi, bráðfyndin spilun full af hlátri sem hentar unglingum. Það þarf ekkert borð, bara að spila á spil.

Ábending: Fyrir kennara, hugsaðu út fyrir kassann fyrir sniðugar samsetningar lýsingarorða til að halda leiknum spennandi. Einnig gaman að láta nemendur búa sjálfa til t.d. bæði bunka með neikvæðum eða jákvæðum lýsingarorðum.

Finndu fantana

Markmið

Efla samvinnu, frumkvæði og sjálfsvitund. Einnig að þjálfa nemendur í að fara eftir fyrirmælum og/eða gefa fyrirmæli.

Gögn

Hlutir til að tákna jarðsprengjur og fólk. Eitthvað sem er gott að grípa eins og t.d. trélitir og vaxlitir.

Svona gerir þú

Þátttakendur eru í litlum hópum eða pörum og það er bundið fyrir augun á einum þátttakanda í hverju liði. Sá sem er með bundið fyrir augun þarf að fara í gegnum sprengjusvæðið án þess að tala og/eða snerta fantana(t.d. vaxlitir) en bjarga saklausu fólki(t.d. tréblýantar). Hægt er að nota skólastofuna eða jafnvel andyri og ganga. Hinir eru upp við vegg í skólastofu eða fyrir utan brautina og þurfa að leiðbeina sínum liðsmanni með orðum í gegnum stofuna/brautina þar til öllum saklausum hefur verið bjargað. Ef hann snertir sprengju þarf hann að byrja upp á nýtt eða telja fjöldann á sprengjunum sem hann snertir. Hægt er að útfæra leikinn á marga vegu, gefa refsistig, skipta bekk í tvennt og liðsmenn skiptast á og fleira.

Efst á síðu