3. skref - fyrirgefning
3. skref - fyrirgefning
Hvernig þjálfa ég fyrirgefningu?
Með því að þjálfa fyrirgefningu, berðu meiri umhyggju fyrir sjálfum þér og dregur úr áhyggjum yfir því sem framtíðin býður upp á. Þú eykur bjartsýni og færð meiri löngun til að prófa nýja hluti, taka stærri skref í rétta átt. Þú upplifir margfalt meira sjálfstraust og skilning á hvernig þú virkar í daglegu lífi. Við getum ekki upplifað tært þakklæti ef við erum með ókláruð mál yfir okkur.
Verkefni 3a
Markmið
Bera meiri umhyggju fyrir sjálfum/sjálfri þér.
Draga úr áhyggjum.
Auka bjartsýni.
Meiri löngun til að prófa nýja hluti.
Taka stærri skref í rétta átt.
Efla sjálfstraust og skilning á hvernig þú virkar í daglegu lífi.
Gögn
Skriffæri, blað eða snjalltæki.
Hvernig gerir þú
Fyrst skaltu skrá litlu atriðin í lífinu þínu sem þú þarft að fyrirgefa þér með. Þetta eru litlu hlutirnir sem valda þér vanlíðan, skömm, óöryggi og eftirsjá. Eitthvað sem hefur farið úrskeiðis í lífinu þínu fram að deginum í dag.
Þegar þú hefur fyrirgefið þér litlu atriðin í lífinu færir þú þig yfir í að taka stærri skref í fyrirgefningu, atriði sem hafa tekið mikla orku frá þér.
Verkefni 3b
Markmið
Þekkja hvað það er sem þú þarft að fyrirgefa þér með.
Undirbúningur
Taktu þér tvær vikur að skrá atriðin niður og gera listann og svo byrjar þú að fyrirgefa þér. Skráðu fyrst litlu atriðin og farðu svo yfir í þá veigameiri. Þú átt að vega og meta þynd atriða sem þú þarft að fyrirgefa þér með.
Hvernig gerir þú
Taktu eitt atriði fyrir í einu og endurtaktu æfinguna eins oft og þú þarft, mikilvægt er að þú finnir þér stað/rými fyrir æfinguna sem þér líður vel á. Æfingin á að kenna þér að sýna þér skilning og umhyggju. Hjálpa þér að komast í góða vegferð með þig sjálfa/sjálfan, brátt nærðu að sleppa takinu á því neikvæða sem veldur þér óöryggi og vanlíðan. .
Verkefni 3c
Markmið
Bera meiri umhyggju fyrir sjálfum/sjálfri þér.
Draga úr áhyggjum.
Auka bjartsýni.
Meiri löngun til að prófa nýja hluti.
Taka stærri skref í rétta átt.
Efla sjálfstraust og skilning á hvernig þú virkar í daglegu lífi.
Gögn
Skriffæri, blað eða snjalltæki.
Hvernig gerir þú
Fyrst skaltu skrá litlu atriðin í lífinu þínu sem þú þarft að fyrirgefa þér með. Þetta eru litlu hlutirnir sem valda þér vanlíðan, skömm, óöryggi og eftirsjá. Eitthvað sem hefur farið úrskeiðis í lífinu þínu fram að deginum í dag.
Þegar þú hefur fyrirgefið þér litlu atriðin í lífinu færir þú þig yfir í að taka stærri skref í fyrirgefningu, atriði sem hafa tekið mikla orku frá þér.