4. Skref - Þakklæti

4. Skref - Þakklæti

Lestu þetta!

Með því að skoða hvað er jákvætt og neikvætt í lífi þínu og þakka fyrir það þjálfar þú hugsun þína í að sjá það sem gefur þér gildi. Þú lærir að skapa þakklætistilfinningu í þínu lífi, líka því sem er erfitt, óþægilegt og neikvætt. Þegar þú skilur þakklæti yfir erfiðum og neikvæðum hlutum í lífinu þá ertu betur í stakk búin/búinn til að takast á við þau erfiðu verkefni sem tilheyra markmiðum, draumum og lífinu sjálfu.

Það er ekki allt auðvelt og skemmtilegt sem þarf að gera til að láta drauma rætast eða ná markmiðum. Þú ferð inn í daginn þinn betur undirbúin/undirbúinn til að mæta þeim erfiðleikum eða neikvæðu uppákomum sem geta mætt þér dags daglega. Öll reynsla hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð verður auðveldari að eiga við. Þú sérð hlutina í nýju ljósi, frá öðru sjónarhorni, eflist sem persóna með þessum nýju skrefum, þannig líður þér betur og átt auðveldara með að losa þig við neikvæðar hugsanir.

Það er afar mikilvægt að iðka þakklæti í lífinu, það er svo ótalmargt sem við getum þakkað fyrir, bæði jákvætt og neikvætt.

Sækja
Efst á síðu

Verkefni - Þakklætisdagbók

Markmið

Iðka og tileinka sér þakklæti.

Sjá hlutina í nýju ljósi og frá öðru sjónarhorni.

Eflast sem persóna og líða þannig betur.

Eiga auðveldara með að losa sig við neikvæðar hugsanir.

Gögn

Þakklætisdagbók, skriffæri, snjalltæki.

Hvernig gerir þú

Skráðu niður það sem þú ert þakklátur fyrir einu sinni á dag. Tvö jákvæð atriði og eitt erfitt/neikvætt atriði.