2. Skref - Sjálfsskoðun
2. Skref - Sjálfsskoðun
Hvernig þjálfa ég sjálfsskoðun?
Um leið og þú virkjar hjá þér sjálfskoðun og betri framkomu við sjálfa/sjálfan þig og hegðun gangvart þér verða félagsleg tengsl þín auðveldari og kærleiksríkari.
Þú lærir að standa með sjálfri/sjálfum þér, lærir að setja þér mörk og velja aðeins það sem er þér fyrir bestu og gefur þér gildi í lífinu. Óttinn við að gera mistök, fá höfnun og að særa aðra hverfur og framkoma þín verður fágaðri og einlægari.
Þú dregur úr meðvirkni, finnur hvernig þú nýtur lífsins betur og viðurkennir sjálfa/sjálfan þig eins og þú ert. Þú áttar þig betur á eiginleikum þínum og hæfileikum, verður sterkari í að standa með þér og verður þannig besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér.
Listi yfir tilfinningar
Listinn sýnir mismunandi tilfinngar sem þú getur upplifað frá degi til dags.
Þetta er ekki tæmandi listi en hann getur hjálpað þér að sundurgreina tilfinningar þínar.
Taktu eftir því að tilfinningum er venjulega lýst með einu orði en á bak við þær eru ákveðnar hugsanir og líkamsviðbrögð.
Verkefni 2a
Markmið
Læra að þekkja sjálfan þig að innan sem utan.
Gögn
Blýantur, blað og spegill.
Hvernig gerir þú
Í þessu verkefni skráir þú niður allt sem þú sérð eða finnur þegar þú horfir á sjálfan þig í spegli.
Hvernig lít ég út?
Hvernig líður mér?
Hvernig lítur út að mér líði?
Hvernig líður mér í alvöru?
Skráðu niður hvað þú sérð þegar þú skoðar spegilmynd þína
Útlit - líðan - tilfinningar - ytri þú - innri þú
Verkefni 2b
Finna jákvæð lýsingarorð
Markmið
Byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart sjálfri/sjálfum þér sem stuðlar að bættri líðan.
Skoða og skilgreina hæfileika þína ásamt eiginleikum og getu.
Gögn
Búa til eða prenta út töflu og skriffæri.
Hvernig gerir þú
Þú æfir þig daglega í að byggja upp jákvætt hugarfar. Í framhaldi af sjálfskoðuninni hugar þú að jákvæðum eiginleikum þínum, hvað myndi breytast i þínu daglega lífi ef þú nýttir þessa eiginleika meira.
Skráðu inn tvö jákvæð lýsingarorð um þig, fimm sinnum í viku.
Merktu við hvern dag sem þú skráir.
Fyrir kennara
Hvernig er hægt að nota hrósmiða
-Láta nemendur draga félaga
-Velja fyrir nemendur félaga
-Hrósa einum einstakling
á dag yfir ákveðinn tíma
-Hrósa öllum í bekknum
-Hrósa heima fyrir
-Hrósa vini
Verkefni 2c
Markmið
Byggja upp jákvæða og sterka orku í kringum þig.
Læra að gefa fallega af þér og umbreyta líðan annarra í kringum þig á hvetjandi og jákvæðan hátt.
Fá einbeitingu þína til að dvelja við það jákvæða í lífi þínu og um leið að efla góða líðan.
Gögn
Hrósmiðar og skriffæri.
Hvernig gerir þú
- Mikilvægt er að geta hrósað öðrum.
Leitaðu eftir því jákvæða í fari annarra og
gefðu ólíkum einstaklingum hrós.
Samkvæmt fyrirmælum kennarara notar þú hrósmiðana til að hrósa öðrum í kringum þig.
Verkefni 2d
Markmið
Læra að sýna þér mildi og þakka fyrir allt það jákvæða sem er í þínu fari.
Gögn
Hrósblað.
Hvernig gerir þú
Nú átt þú að gefa þér hrós 3x á dag.
Settu upp áminningu um hrós í símann þinn (hádegi, seinni partinn, kvöld).
Staldraðu við ákveðna tímapunkta og hugsaðu um hvernig þér er búið að líða. Hrós þarf ekki að vera fyrir eitthvað sem þú ert búin/búinn að gera, þ.e.a.s. fyrir einhverja athöfn heldur skoðaðu tilfinningar þínar og viðbrögð þín við daglegar athafnir.
Hvar stóð ég mig vel og hvernig náði ég að leysa úr verkefnum dagsins. Fyrst og fremst á hrós að vera hvatning til þín, leið til að sýna sjálfum þér umhyggju og skilning.
Dæmi um hrós:
-Fyrir að líða vel.
-Fyrir að vera góð persóna.
-Þrátt fyrir að eitthvað hafi gengið erfiðlega, þá náði ég að leysa vel úr þessu verkefni.