5. Skref - Galdralíf
5. Skref - Galdralíf
Ein árangursrík aðferð við að galdra til þín markmið og framtíðardrauma er að nota sjónmyndun. Þá notar þú hugann og ímyndunaraflið og reynir að sjá lokaárangurinn fyrir þér í eins mörgum smáatriðum og hægt er. Þú skapar í huganum það sem þú þráir í raunveruleikanum. Sjónmyndun eykur getu þína og trú á að þú náir að galdra til þín óskir þínar og drauma. Það sem þú getur ímyndað þér og séð fyrir þér getur þú öðlast í framtíðinni.
Þegar þú uppgötvar eða gerir þér grein fyrir því hversu góð áhrif það hefur á þitt daglega líf að kalla til þín framtíðardrauma og markmið, þá fyllist þú bjartsýni, von og trú á þig og lífið. Finnur aukna orku innra með þér til að skapa það líf sem þú óskar þér. Hér nærðu að sjá og átta þig betur á hversu margt hefur breyst á undanförnum vikum.
Næsta skref er svo að átta sig á því hvað hefur breyst í þínu lífi og hverju þú vilt breyta í framhaldi af því.
Þú ferð að sjá að þér eru allir vegir færir, lífið þitt færir þér aukna möguleika og þú ert orðin/orðinn mun hæfari í að velja það sem er ætlað þér.
en ekki það sem þú heldur að geri þér gott eða bæti líf þitt.
Verkefni 5a
Hverju þarf ég að huga að til að ná árangri?
Strykleikum - hvaða styrkleika hef ég?
Hugrekki - til að framkvæma það sem þarf
Einbeitingu - ná að einbeita mér að því sem ég vil fyrir mig
Markmiðum - setja mér raunhæf markmið og bæta við þau
Heilsu - ég huga að heilsu minni, næringu og hreyfingu
Þrautseigju - ég ætla ekki gefast upp
Gildum - ég þekki mín mörk
Metnaði - ég legg mig fram við það sem ég geri
Samskiptum - ég sýni góða framkomu og kurteisi
Tengslum - ég er í góðum tenglsum við ættingja og vini
Hugsunum - ég einbeiti mér að jákvæðum hugsunum
Áhrifavöldum - ég vel mínar fyrirmyndir
......
Verkefni 5b
Hvernig galdra ég til mín drauma og framtíðarmarkmið?
Markmið
Ná fram markmiðum og óskum í lífinu.
Galdra til þín markmið eða draum sem þú
vilt uppfylla.
Gögn
Blað, skriffæri eða snjalltæki.
Hvernig gerir þú
Komdu þér þægilega fyrir og dragðu andann nokkrum sinnum djúpt hægt og rólega.
Hafðu augun lokuð og sjáðu fyrir þér framtíð þína. Hvað þráir þú helst í lífinu? Hverjir eru helstu draumar þínir eða óskir sem þú vilt að rætist.
Hvers vegna vel ég þetta markmið?
Hvað mun gerast ef ég næ því?
Hvað get ég gert til að nálgast þetta markmið?
Hvernig líður mér eftir að ég hef náð markmiðinu?
Í framtíðinni ætla ég...
_______________________________________________________
_______________________________________________________
_______________________________________________________
Verkefni 5c
Til að ná árangri og galdra það sem ég vil fyrir mig
þarf ég að setja mér markmið.
Markmiðin mín
Ef ég gæti galdrað myndi ég...
_______________________________________________________
_______________________________________________________
_______________________________________________________
Verkefni 5 d
Markmiðin mín
Hvað þrái ég?
Hvað vil ég upplifa?
Hvernig vil ég gefa af mér?