6. Skref - Innsæi
6. Skref - Innsæi
Innsæi þýðir að einstaklingur hefur næman skilning innra með sér, fær hugboð eða sterka tilfinningu.
Flestir einstaklingar hafa þennan næma skilning eða ýmiss konar hugboð / tilfinningu sem vakna hjá þeim í daglegu lífi.
Ef þú færð hugboð eða skýra tilfinningu er gott að staldra við og fylgja innsæinu/tilfinningunni eftir með því að hlusta á það/hana.
Innsæi þitt getur hjálpað þér, eða verndað þig, við að taka rétta ákvörðun. Þannig getur innsæi þitt varað þig við eða komið í veg fyrir að eitthvað neikvætt gerist.
Þegar þú lærir að nýta innsæið þitt, fyllist þú öryggi í daglegu lífi, eykur sjálfstraustið þitt, lærir að taka mark á þínum eigin tilfinningum, verður samkvæm/samkvæmur sjálfri/sjálfum þér og treystir að það sé eitthvað sem grípur þig til góðs.
Hvað er innsæi?
Hafa allir innsæi?
Hvernig getum við nýtt okkur innsæið?
Getur innsæið hjálpað okkur?
Verkefni - Innsæi
Markmið
Þekkja og nýta innsæi þitt.
Vera örugg/öruggur í daglegu lífi.
Auka sjálfstraust.
Þekkja eigin tilfinningar og treysta þeim.
Gögn
Eyðublað og blýantur eða snjalltæki.
Hvernig gerir þú
Nú ætlar þú að æfa eftirtekt með því að hlusta á innsæið þitt og skrá niður á eyðublaðið.
1) Hugsaðu til baka um einn liðinn atburð í lífi þínu þar sem þér fannst innsæi þitt vera að ná til þín en þú fylgdir ekki tilfinningunni eftir og eitthvað neikvætt gerðist?
2) Farðu í huganum yfir daginn þinn, skráðu niður þegar innsæið þitt náði til þín, kallaði á þig eða hjálpaði þér að taka ákvörðun. Þú tókst ákvörðun um að fylgja tilifnningunni eftir og eitthvað jákætt gerðist í kjölfarið.