1. Skref - Sjálfsþekking
1. Skref - Sjálfsþekking
Hvernig þjálfa ég sjálfsþekkingu?
Það er mikilvægara að þekkja jákvæðu eiginleikana sína heldur en þá neikvæðu.
Ef þú ert meðvitaðri um neikvæðu eiginleikana þín en þá jákvæðu þá ert þú með mjög skakkt sjálfsmat sem mun alls ekki auka líkur á velgengni og vellíðan. Ef þú ert sífellt að velta þér upp úr því neikvæða sem gerist í kjölfarið á því að vera meðvitaðri um neikvæða eiginleika þá myndast streita og óöryggi. Það eru í raun neikvæðar tilfinningar sem draga úr löngun til að standa sig, áhuga á að framkvæma og ótta við það sem liggur fyrir.
Það gerir ekkert gagn við að byggja upp gott sjálfstraust að velta sér upp úr því neikvæða, því sem hefur mistekist og því sem þú hræðist. Nema eingöngu í þeim tilgangi að ætla að læra af því en til að svo megi verða þarf yfirleitt aðstoð frá fullorðinni manneskju til að útskýra lærdóminn.
Til að ná árangri í því sem þú ert að gera hverju sinni er áhrifaríkast að líða vel með sjálfa/n sig, vera sátt/ur við hver og hvernig þú ert, þekkja eiginleika sína og efla það sem þú brennur fyrir.
Alltaf setja meiri athygli á það sem liggur vel fyrir þér og þú átt bæði auðvelt með og hefur ánægju af.
Það mun bæta möguleika þína að mæta því sem er nauðsynlegt að gera í lífinu með jákvæðu hugafari og æfa sig í að njóta þess svo það hafi ekki neikvæð áhrif á framtíðina.
Það munu alltaf verða atriði og verkefni sem okkur langar ekki til að leysa en mörg þeirra eru hluti af stærra samhengi sem við höfum áhuga á. Þess vegna er gott að temja sér að sjá þessi atriði frá áhugaverðu hliðinni og kunna að komast yfir þau verkefni sem lífið býður uppá hverju sinni.
Skilgreiningar
Það er gott að þekkja vel þau orð sem við notum tengdum geðheilsu
Verkefni 1a
Hver er ég?
Markmið
Velta fyrir þér hlutverkum þínum í lífinu.
Finna út hversu ólík manneskja þú getur verið eftir því í hvaða hlutverki þú ert hverju sinni.
Gögn
Blað og penni.
Hvernig gerir þú
Hugsaðu um þetta og skrifaðu
niður helstu hlutverk þín og hver eru þín helstu
einkenni í hverju hlutverki.
Dæmi
Af hverju er ég hér? Hvernig sjá aðrir mig?
-Ég er fyndinn og skemmtilegur bróðir.
-Af því að mér finnst gaman að leika við
litla bróðir minn.
-Ég er kurteis og róleg hjá ömmu því þar
líður mér vel.