Hugleiðsla
Hugleiðsla
Hugleiðsla er eins og nafnið gefur til kynna aðferð til að leiða hugann í ákveðna átt.
Með því að taka stjórn á andardrætti og þjálfa hugann geturðu eflt eineitingu og skerpt athygli þína. Þá er ekki síður mikilvægt að kunna leið til þessa að róa hugann
þegar þér líður illa, verður fyrir áföllum eða veist ekki hvernig þú átt að takast á við erfiða hluti. Með því að nota hugleiðslu er líka hægt að komast í betra jafnvægi, endurnýja orkuna og efla sjálfsmyndina.
Með því að iðka hugleiðslu þó ekki sé nema í nokkrar mínútur á dag getur þú lært að beisla óstýrilátar og neikvæðar hugsanir, róað taugakerfi þitt og minnkað kvíða, streitu og jafnvel þunglyndi.
Hugleiðsla sé hún iðkuð á réttan hátt mun hún hjálpa þér að ná markmiðum þínum og draumum í lífinu, hvort sem þú átt velgengni að fagna eða ert að takast á við erfiðleika.
Hugleiðsla krefst engra hæfileika og er fyrir alla. Allt sem þú þarft er að byrja.
Hér að neðan eru hugleiðslur sem þú getur prófað en svo er líka hægt að finna á netinu hugleiðslur sem henta þér kannski betur.
Um að gera að prófa sig áfram og byrja rólega jafnvel 2-3 mínútur á dag, en iðka hugleiðslu reglulega.
Gangi þér vel.
Hugleiðslur
Hér að neðan eru nokkrar góðar hugleiðslur sem hægt væri að nota til að styðjast við námsefnið