Hugmynd að námsmati
Lagt er til að námsmat í lok kafla eða verkefna fari fram með leiðsagnar- og símati en jafnframt að nemendur leggi sjálfir mat á sitt framlag.
Nauðsynlegt er að nemendur noti gagnrýna hugsun til að þekkja bæði styrkleika og veikleika sína en einnig að þeir öðlist trú og getu til að ná markmiðum sínum.
Lögð er áhersla á að nemendur bæti sífellt við sig þekkingu og leikni og öðlist þannig ákveðna færni. Nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni við verkefni.
Tekið er mið af Aðalnámsskrá grunnskóla í námsmati og lagt til að ekki sé gefin einkunn heldur sé lagt mat á hæfni nemandans með þeim hæfniviðmiðum sem liggja til grundvallar verkefninu.
Til þess að meta hvert hæfniviðmið fyrir sig er notast við eftirfarandi hæfnitákn